Það er alveg óhætt að segja að vetrarfríið var kærkomið í morgun þegar maður hrökk upp við klikkað veður, mikið var nú gott að þurfa ekki að koma börnunum í skólan, kósý inniveður í allan dag.
En bilað rok hefur verið í Vestmannaeyjum í morgunsárið, fréttavefurinn ruv.is greindi frá því að pallar fuku af stillans og þakplötur sem höfðu verið teknar af húsi vegna viðgerða tóku að fjúka.
Lögreglumenn í Vestmannaeyjum gátu aðstoðað eiganda þakplatanna við að festa þær niður og eigandi stillansans hafði náð að tryggja hann áður en lögregla kom á vettvang.