Oft er erfitt að ákveða hvað á að lesa þegar ekki er hægt að skoða bækurnar í hillunum. Hér koma því nokkrar myndir af nýlegum bókum sem eru inni í augnablikinu.

06.04.2020

Við erum þakklát fyrir hversu duglegir bæjarbúar eru að nýta sér það að panta og sækja bækur snertilaust á meðan safnið er lokað.

Hinsvegar getur oft verið erfitt að ákveða hvað á að lesa þegar ekki er hægt að skoða bækurnar í hillunum. Hér koma því nokkrar myndir af nýlegum bókum sem eru inni í augnablikinu. Hægt er að hringja (s. 488-2040) eða senda okkur skilaboð á Facebook til að panta bækur.

Bókum sem er skilað (í gegnum lúguna) fara í 4 daga „sóttkví“ áður en þær eru tilbúnar að fara aftur í útlán. Við viljum samt biðja þá sem eru í einangrun eða sóttkví að sleppa því að skila bókum á meðan á því stendur. Það reiknast engar sektir á meðan þetta ástand er.

Vonandi sjáið þið eitthvað spennandi á þessum myndum en það er líka fullt meira til. Nóg til af bókum fyrir alla

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is