13.02.2020
LÆGÐIN OG ÓVEÐIRÐIÐ LÍTIÐ EITT FYRR Á FERÐINNI
Þegar skoðaðar eru nýjar spákeyrslur frá í nótt sést að óveðrið sýnist ætla að verða ívið fyrr á ferðinni og skellur á sunnanlands af fullum þunga í nótt. Veðurhæðin eða vindurinn nær þannig hámarki á milli kl. 4 og 9 sýnist mér og stendur til hádegis. Þá er átt við sunnanvert landið.
Þunginn er það ákveðinn með skilum lægðarinnar djúpu að um það leyti verður einnig kominn stormur norðan og austanlands og þar við bætist skafrenningur. Víða kemur til með að snjóa að auki, sérstaklaga um austanvert landið þar verður blindbylur.
Þetta er alveg alvöru veður sko.

*Kortið sem hér fylgir er úr Harmonie-líkani Veðursofunnar og sýnir vind í 100 m hæð yfir jörðu kl. 7 í fyrrmálið. Rýna þarf í smáatriði. Guli liturinn markar 32 m/s og sá bleiki 40 m/s. Alla jafna er um fjórðungi minni vindur við yfirborð þar sem er flatlendi, en fjöll toga vindröstina auðveldlega niður.

myndir eru skjáskot frá vedur.is og upplýsngar frá Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðing.