27.10.2020
Nú eru mjög erfiðir tímar um allan heim.
Þrátt fyrir það gengur lífið sinn vanagang á ýmsum sviðum t.d. hvað varðar meðgöngur kvenna. Nú hefur heilbrigðisráðherra gert ýmsar breytingar á takmörkunum, hert og slakað eins og þörf er á.
Reglur landsspítala hvað varðar meðgöngu, fæðingu og sængurlegu hafa verið í gangi síðan 18.maí (þær sem eru enn í dag). Maki/aðstandandi mega ekki vera með konu á spítalanum fyrr en um virka fæðingu er að ræða (6 í útvíkkun). Eins mega makar/aðstandendur ekki fylgja í gangsetningu eða í önnur inngrip. Sjá reglur hér:
————————
Miklar tilfinningar fylgja fæðingarferlinu og upplifa báðir aðilar þeir sig vanmáttuga að vera ein inni sem og að bíða fyrir utan ófær um að aðstoða maka sinn
————————
Ástæðan sem er gefin varðandi þessar reglur er góð og gild, til að takmarka fjölda einstaklinga sem hitta ljósmæður/lækna.
Framlínufólk sem er nauðsynlegt á þessum tímum.
————————
Miðað við að Covid ástandið er búið að vera í langan tíma og mun verða áfram þá er að mati óléttra kvenna um land allt kominn tími til að gera eitthvað í þessum málum.
———————–
Er möguleiki á að maki/aðstandandi fari í svipaða skimun og er á landamærum fyrir settan dag konu?
Ef um neikvæða niðurstöðu er að ræða eru bæði kona og maki/aðstandandi í sóttkví fram að fæðingu? Bara hugmynd.
———————-
Mikil hræðsla er um skerta tengslamyndun feðra við börn sín sem og andlegt álag á móður verandi ein í fæðingu.
———————–
Skora á heilbrigðisráðherra að leggja höfuðið í bleyti í samráði við landsspítalann og sóttvarnarlækni að gera einhvers konar breytingar til að gera fæðingarferlið betra fyrir bæði konu og maka/aðstandanda í þessu ástandi sem er greinilega komið til að vera áfram.