Ofnbakaður þorskur
uppskrift fyrir 2
Hráefni:
360 g þorskhnakkar
300 g brokkólí
1 laukur
60 gr kapers
250 ml rjómi
50 g dijon sinnep
100 g salat
1 tómatur
Aðferð:
Skerið brokkólíið í munnbitastærðir og saxið laukinn. Steikið á vel heitri pönnu upp úr ólífuolíu í um það bil 5 mínútur.
Bætið kapers á pönnuna og steikið í 2 mínútur til viðbótar, setjið síðan grænmetið í botninn á eldföstu móti.
Leggið þorskbitana á grænmetið ásamt klípu af salti og pipar.
Blandið rjóma og dijon sinnepi saman og hellið yfir þorskinn og grænmetið. Bakið í ofni í 180°c í 20 mínútur.
Skerið tómatinn í litla bita og blandið saman við salatið, berið fram með fiskréttinum, njótið vel!
Gott að bera fram með hrísgrjónum, hvítlauksbrauði og salati.
Eftirréttur á 5 mínútum
Hráefni:
Öskju af ferskum og góðum jarðarberjum
Gott súkkulaði 70%
T.d. eitt Snickers, 4 fílakaramellur eða annað gott
Hrískúlur
Pela af rjóma
Fallegar skálar, bolla eða glös.
Aðferð:
Þrífðu jarðarberin og skerðu þetta græna í burtu. Ef berin eru stór skaltu skera þau í helminga. Lítil jarðarber eru samt yfirleitt alltaf betri á bragðið.
Settu örlítinn rjóma í lítinn pott og bræddu súkkulaðið og sælgætið í rjómanum á lágum hita meðan þú hrærir varlega í. Þeyttu restina af rjómanum.
Láttu nokkrar Hrískúlur í botninn á hverri skál, þeyttan rjóma yfir, því næst jarðarberin og toppaðu svo með heitu súkkulaðisósunni!