Kjötbollur
Fyrir 4-6
hráefni:
850 g blanda af nautahakki
1 lítill laukur, hakkaður
smjör
1/2 dl bbq-sósa
1 egg
70 g rifinn piparostur
aðferð:
Hakkið laukinn og steikið upp úr smjöri þar til mjúkur. Setjið laukinn í skál ásamt hakki, bbq-sósu, eggi og kryddosti. Blandið öllu vel saman með hrærivél. Mótið kjötbollur og raðið á bökunarpappirsklædda ofnplötu. Bakið við 180° í um 20 mínútur.
Piparostasósa með sveppum
hráefni:
10 sneiddir sveppir
smjör
pipar
hálfur piparostur
2,5 dl rjómi
1 teningur nautakraftur
aðferð:
Bræðið smjör í potti við meðalháan hita og steikið sveppina í nokkrar mínútur. Kryddið með pipar og hellið rjóma yfir. Bætið grænmetisteningi og kryddosti í pottinn og látið bráðna í rjómanum.
Gott er að bera þetta fram með fersku salati og hrísgrjónum.
Hvít súkkulaði mús með ferskum berjum
Fyrir 3
hráefni:
100 g hvítt súkkulaði
2 eggjarauður
2 msk sykur
1½ eggjahvítur
125 g hindber
125 g brómber
aðferð:
Brjóttu súkkulaðið í lítil stykki og bræddu í vatnsbaði í skál yfir litlum skaftpotti.
Þeyttu eggjarauðurnar samanvið sykurinn og hrærðu bræddu súkkulaðinu samanvið.
Stífþeyttu eggjahvíturnar og hrærðu þeim saman við eggjarauðu og súkkulaðiblönduna og setjið 200 g af berjunum saman við.
Setjið í 3 glös og látið standa í ísskáp í 2 tíma.
Skreytið músina með berjum.