Í fyrstu ferð Herjólfs kl. 7:00 í morgun var ákveðið að snúa við þar sem ölduhæð frá vaxandi og var orðin 2,9 metrar.
Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. klukkan 7.45 segir að ferjan sé á leiðinni tilbaka núna til Vestmannaeyja. Aðstæður eiga að lagast í Landeyjahöfn en tekin verður ákvörðun um hvert Herjólfur siglir rétt fyrir brottför en áætlað er að brottför verði frá Vestmannaeyjum kl: 09:30. Þeir farþegar sem áttu bókað kl. 07:00 færast sjálfkrafa í þá ferð. – Allir þeir farþegar sem áttu bókað eiga að hafa fengið sent sms.