Oddgeir Jazzaður

Nú í byrjun janúar kom út geisladiskur með 12 lögum eftir Oddgeir Kristjánsson sem Reynir Sigurðsson víbrafónleikari hefur útsett fyrir Jazzkvartett og heitir „Oddgeir Jazzaður“. Með Reyni leika Einar Scheving á trommur, Guðmundur Pétursson á gítar og Gunnar Hrafnsson á bassa. Hér er því um einvala lið hljóðfæraleikara á ferð.

Jónatan Garðarson skrifar mjög góða pistla um tónskáldið Oddgeir og útsetjarann Reyni Sigurðsson sem fylgja í bæklingi í plötuumslagi. Sá texti er einnig þýddur á ensku. Þar segir t.d. “Reynir á fjölbreyttan tónlistarferil að baki; spilaði lengst af sígilda tónlist, en hefur alla tíð verið virkur og virtur jazztónlistarmaður. Hann hefur kennt slagverk, harmonikuleik og samspil, spilað inn á hljómplötur og komið fram í útvarpi og sjónvarpi. Reynir hefur verið leiðandi víbrafónleikari um árabil og stjórnað eigin jazzsveitum”. 

Í skrifum Jónatans Garðarssonar kemur einnig fram að það hafi verið að beiðni Hermanns Einars-sonar kennara og útgefanda í Vestmannaeyjum sem Reynir tók til við að útsetja nokkur lög Oddgeirs í jazzstíl í tilefni af 100 ára afmæli  tónskáldsins árið 2011. Síðan bætti Reynir við lögum sem á endanum urðu tólf alls.

Haustið 2019 héldu Reynir og félagar tónleika í Norræna húsinu og fluttu þessi 12 lög Oddgeirs. Ættingjar Oddgeirs voru viðstaddir þessa tónleika og líkaði vel. Þeir vöktu máls á því við Reyni að gefa þetta efni út og mundi Minningarsjóður Oddgeirs Kristjánssonar styðja vel við þá útgáfu.

Þetta hefur nú orðið að veruleika. Minningarsjóður Oddgeirs Kristjáns-sonar gefur plötuna út og verður hún til sölu í Geisla og Pennanum/Eymundsson í Vestmannaeyjum.

Ég vona að Vestmannaeyingum og öllum landsmönnum líki þetta framtak og að tónlistin falli í góðan jarðveg því hér er tónlist Oddgeirs Kristjánssonar spegluð frá enn einni hliðinni.

Hafsteinn G. Guðfinnsson

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search