25.02.2020
Þau kunna þetta alveg félagsmenn Oddfellow hérna í Vestmannaeyjum, en það er árleg hefð að borða saman saltkjöt og baunir í hádeginu á sprengidag hjá þeim.
Tígull skrapp yfir til þeirra og fékk að taka nokkrar myndir af félagsmönnum gæða sér á ljúfengu saltkjöti. Það var lista kokkurinn Júlíus Óskarsson sem sá um eldamennskuna.
Látum fylgja með smá fróðleik um sprengidaginn:
Sprengidagur eða sprengikvöld er þriðjudagur í föstuinngangi fyrir lönguföstu, 7 vikum fyrir páska og getur borið upp á 3. febrúar til 9. mars. Elsta heimild um hið íslenska heiti dagsins tengist matarveislu fyrir föstuna. Er það í íslensk-latnesku orðasafni Jóns Ólafssonar Grunnvíkings frá því kringum 1735. Þar segir hann Sprengikvöld þýða orðrétt kvöld sprengingar, það er kvöld miklifenglegrar átveislu með allskonar meðlæti en nefnir einnig að þetta sé sveitamál.
Í ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar frá árunum 1752-57 segir að „Kveld hvíta Týsdags heitir sprengikveld því þá fékk allt vinnufólk svo mikið að eta af hangikjöti sem framast gat í sig látið en ket var síðan ekki etið fyrr en á páskum.“ Hangikjöt var lengstum helsti veislukosturinn enda salt af skornum skammti. Frá síðasta hluta 19. aldar er vitað um saltkjöt og baunir á sprengidag og er sú hefð nú almenn.
Hérna erum nokkrar myndir.