Þriðjudagur 23. júlí 2024

Nýtt verkefni hjá Lionsklúbbi Vestmannaeyja – Karlar í skúrum

Klúbburinn er farinn af stað með skemmtilegt verkefni fyrir karmenn 18 ára og eldri og vill reyna að ná til karlmanna sem ekki geta stundað almenna vinnu, eru búnir að minnka við sig vinnu eða komnir á eftirlaun. Oftast eru menn búnir að minnka við sig húsnæði og hafa þá ekki aðstöðu fyrir föndur eða þessa háttar. Þá myndast oft tómarúm og margir eiga erfitt með að finna sér einhverja rútínu eða verkefni til að geta gengið að og fengið félagsskap, Í haust var farið af stað með fjáröflun, sem hefur gengið mjög vel og var öllum fyrirtækjum í Vestmannaeyjum sent bréf þar sem óskað var eftir framlögum í verkefnið og markmið þess og tilgangur útskýrður.

 

Tilgangurinn að auka lífsgæði gegnum handverk, tómstundir og samveru

Karlar í skúrum er úrræði sem gefur karlmönnum stað og stund til þess að hittast og vinna að sameiginlegum og eða eigin verkefnum á sínum eigin hraða. Markmið verkefnisins er að skapa aðstæður þar sem heilsa og vellíðan karla er höfð í fyrirrúmi og þeir geti haldið sér við líkamlega, andlega og félagslega.

Megináhersla er lögð á vinnu í tré og hvers konar annað handverk og er tilgangurinn að auka lífsgæði gegnum handverk, tómstundir og ekki síst samveru.

 

Vel tekið á móti okkur í Hafnarfirðinum

Vestmannaeyjabær hefur útvegað rúmgott húsnæði undir verkefnið, þar sem við lionsmenn erum að fara í það verk að stúka niðurrýmið í vélasal, handverksrými, salerni og kaffistofu.

Til að undirbúa okkur fyrir verkið fóru tveir klúbbfélagar í heimsókn til Hafnarfjarðar, þeir Sigmar Georgsson og Óskar Pétur Friðriksson. Óskar Pétur hafði meðferðis myndavélina og myndaði aðstöðuna, fyrirkomulagið og tækjabúnaðinn. Það var virkilega vel tekið á móti okkur að Helluhrauni 8 í Hafnarfirði og fengum við góða leiðsögn um húsnæðið og hvaða tækjabúnaður þarf að vera til staðar í upphafi og bæta síðan við eftir þörfum.

 

,, Í skúrnum ,, en reynt sé að skapa aðstæður fyrir allar hugmyndir

Þetta er verkefni að erlendri fyrirmynd og snýst um að veita mönnum tækifæri til að sinna hugðarefnum sínum og um leið að koma í veg fyrir félagslega einangrun. Þeir sögðu stefnuna hjá þeim vera þá að menn gætu sinnt léttri trésmíði, útskurði, rennismíði, tálgun, hnífasmíði, skartgripasmíði, leðurvinnu og ljósmyndun ,, í skúrnum ,, en reynt sé að skapa aðstæður fyrir allar hugmyndir. Félagslegi þátturinn vegur þungt og þeir sögðu einróma að kaffitíminn og spjallið væri stór ástæða til að mæta sem oftast, en opið er alla virka daga.

 

Gjafir sem munu koma sér vel

Kaffitíminn er heilagur hafði einhver þeirra að orði. Og að sjálfsögðu var okkur boðið í kaffið og spjallið. Við áttum góða stund í skúrnum og vorum leystir út

með stórgjöfum við brottför. Fengum við pússivél og bandsög sem ritari karlana í skúrum, Steindór Guðjónsson afhenti Sigmari Georgssyni. Steindór hvatti okkur að endingu að kíkja í annan skúr á svæðinu og utan á honum var útskorið skilti sem á stóð ,, snúið og skorið,, snúið merkir fyrir rennivinnu og skorið fyrir útskurð. Og þarna var okkur einnig tekið af mikilli velvild. Örn Ragnarsson sýndi okkur aðstöðuna og fór yfir tækjabúnaðinn og sagði okkur sína sögu sem væri svipuð og hjá flestum sem væru í þessu áhugamáli. Hann sagðist hafa farið í þetta til að búa sig undir starfslok og hafa þá eitthvað til að gera ogsinna þegar hann hætti að vinna.

Sagði hann alltof marga karla verða einmana eftir að hafa sinnt vinnunni frá a til ö fram að starfslokum og eina áhugamálið þar á eftir væri sjónvarpið. Sjálfur byrjaði hann í útskurði og fann sig ekki alveg í því og prufaði þá að fara í rennismíði og kolféll fyrir því algjörlega og keypti sér fljótlega rennibekk og rennir núna á hverjum degi alls konar hluti úr tré og það sama gera félagar hans í skúrnum. Hann gaf okkur við brottför glæsilega skál sem hann hafði nýlokið við og baust til að koma til Vestmannaeyja og kynna þessi verkefni fyrir Eyjamönnum okkur að kostnaðarlausu.

Einnig bauðst hann til að hafa námskeið í rennismíði hjá okkur þegar verkefnið er farið af stað í Eyjum án þess að taka nokkuð fyrir.

Það er ekki hægt að segja annað en þessi ferð til Hafnarfjarðar hafi verið til fjár og heilla fyrir verkefnið okkar og færum við öllum bestu kveðjur og þakklæti.

Sigmar Georgsson

Óskar Pétur Friðriksson

 

 

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search