Nýtt þjóðhátíðarlag komið út – Regnbogaljós

Arnar Gauti Egilsson var að gefa út lag sem er í anda þjóðhátíðarinnar

Arnar Gauti Egilsson samdi lagið og texta, Gísli Stefánsson tók upp lagið og mixaði og Hafþór Hafsteinsson syngur.

Lagið heitir Regnbogaljós og er samið sem ekta þjóðhátíðarlag segir Arnar Gauti.

Hægt er að hluta lagið neðst í þessari frétt.

 

Hafþór og Arnar Gauti

Texti lagsins:

Regnbogaljos
Lundinn flýgur um í Herjólfsdal
Söngur glymur um í fjallasal
Dönsum saman nú á ný
því það er komin þjóðhátíð

Bálið brennur á fjósaklett
Inn’í dalnum erum við staðsett
Loga blys í brekkunni
Ást okkar ég uni

Á þjóðhátíð við dönsum öll saman
Á þjóðhátíð við höfum bara gaman

Regnbogaljós við tjörnina við löbbum
Hring eftir hring, hring eftir hring
Í brekkunni við syngjum hátt og raulum
Sjallallala, sjallallallalala

Þú skalt ekki ver pirri-pú
Við eigum heiminn saman ég og þú
Við spilum okkar samspil
og gerum það sem okkur langar til

Á þjóðhátíð við dönsum öll saman
Á þjóðhátíð við höfum bara gaman

Regnbogaljós við tjörnina við löbbum
Hring eftir hring, hring eftir hring
Í brekkunni við syngjum hátt og raulum
Sjallallala, sjallallallalala

Á himni springa flugeldar
Í augum þér sé ég stjörnurnar
Dönsum saman nú á ný
því það er komin þjóðhátíð

Hér er hægt að hlusta á lagið:

 


 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search