Miðvikudagur 27. september 2023

Nýtt skip Ísfélagsins sjósett í dag

Sigurbjörg ÁR 67, nýjasta skip félagsins, var sjósett í dag hjá Celiktrans skipasmíðastöðinni í Istanbul í Tyrklandi. Skipið er ísfisktogari og er mesta lengd skipsins 48,1 m og breidd þess er 14 m. Ólafur Helgi, aðstoðarforstjóri, var staddur í Istanbúl, við sjósetninguna í dag og sagði hann allt hafa gengið eins og í sögu.
Töluvert fjölmenni var viðstatt sjósetninguna, m.a. fjölskyldur margra sem að smíðinni komu. Ása Árnadóttir klippti á borðann áður en skipinu var hleypt af stokkunum. Skipið fór þráðbeint út og var haft á orði að þetta væri einstaklega mjúk sjósettning.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í morgun í 38 gráðu hita við athöfnina.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is