21.08.2020
Tígull heyrði í Hafþóri Hafsteinssyni í dag, hann var að gefa út fjórða lagið sitt.
Lagið heitir Tíminn og er það smá svona tilfinningar saga sem ég samdi, ég fór svo með það til Hödda frænda ( Hörður Þór Harðarsson ) og hann hjálpaði mér með restina af laginu og tók það upp og hljóðblandaði ásamt því að spila á öll hljóðfærin og græja alla tölvu vinnu og til gamans má geta að hann syngur einhverjar raddir í laginu líka! Þvílíkur maður! segir Hafþór að lokum.
Lagið er komið á YouTube með vídeói sem stýrt er af okkur Hödda saman og klippti hann og græjaði það líka, það fer væntanlegt inná spotify núna á næstu dögum fólk getur fylgst með á Facebook LIKE síðunni okkar undir nafninu Hafþór Elí og Bluewaves