Vestmannaeyjabær

Nýtt háskólanám í Eyjum!

Núna í hádeginu var skrifað undir samning um að hefja kennslu í íþróttafræði á háskólastigi hér í Vestmannaeyjum. Aðilar að þessu samkomulagi eru Háskólinn í Reykjavík, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Vestmannaeyjabær.

Boðið verður upp á þetta nám frá og með haustinu 2020. Ráðinn verður sérstakur umsjónarmaður námsins sem búsettur verður í Vestmannaeyjum. 

Það er gott og jákvætt skref fyrir okkur Eyjamenn að fá nýtt háskólanám hingað til okkar og auðvitað má segja að það að sé sérstaklega góður grunnur fyrir einmitt íþróttafræði hér í Eyjum. Um nokkurra ára skeið hafa verið starfræktar íþróttaakademíur í grunn- og framhaldsskólum og almennt er hér mikil og sterk íþróttahefð. 

Hugmyndin og frumkvæðið að þessu námi varð til hér í Eyjum en ég vil sérstaklega þakka Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, Hafrúnu Kristjánsdóttur, sviðsstjóra íþróttasviðs HR, og Páli Magnússyni, alþingismanni, fyrir að hafa unnið dyggilega að framgangi verkefnisins. 

Þetta er gleðidagur fyrir okkur öll hér í Eyjum! 

Íris Róbertsdóttir Bæjarstjóri 

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on pinterest
Senda bréf til pabba í staðin fyrir að bjóða í kaffi í ár
Flottir krakkar í 10.bekk í fjórða sinn með gangbrautavörslu
Sjósund í Höfðavík í dag – myndir og myndband
Gleðilegt ár frá Landakirkju
Yndisleg helgistund frá Landakirkju
Jólaminning – skemmtilegar heimildir frá því að fyrsta jólatréið var sett upp

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is