Til að átta sig betur á hvernig staður þetta verður er gott að blanda saman þessum þremur stöðum: Skál, Hamborgarabúllu Tómasar og KFC. Hamborgarar og djúpsteiktur kjúklingur er það sem verður í boði meðal annars. ÉTA er systurstaður Slippsins og þarf af leiðandi sömu eigendur, hjónin Katrín og Auðunn ásamt syni þeirra Gísla Matthíasi. Hugmyndin kom út frá því að þeim hefur alltaf langað að hafa veitingastað opin allt árið hérna í Vestmannaeyjum en Slippurinn er einfaldlega of stór og mikill í rekstri til að hægt hafi verið að hafa hann opin allt árið í kring, þannig þá kviknaði þessi hugmynd. ÉTA mun taka 16 manns í sæti og mun til að byrja með vera opinn alla daga frá kl. 11:30 til 20:30. Hægt verður að panta og greiða fyrir mat í gegnum heimasíðu ÉTA og stefna þau á að opna heimasíðuna nokkrum dögum áður enn staðurinn opnar sem verður í byrjun maí en ekki er komin endanlega dagsetningin á opnun. Það fer allt eftir leyfum og stöðunni á covid faraldrinum.
Verður einhver sérstakur hamborgari sem mun einkenna staðinn? Nei ég myndi ekki segja það en þetta verður ekki flókin formúla, Á ÉTA verður hágæða skyndibiti unninn úr góðu hráefni og undirbúinn frá grunni á staðnum. Markmiðið er að hafa ekki of marga rétti á matseðlinum en þó þannig að allir eiga geta fundið eitthvað fyrir sig. Okkar sérkenni verða hamborgarar sem eru hakkaðir á staðnum úr sérvöldum vöðvum og djúpsteiktur kryddaður kjúklingur; vængir, leggir & samlokur. Það verða fleiri réttir á seðli, svo sem; Nauta mínútusteik, fiskur í orly og fleira sem á eftir að koma í ljós.
Hugmyndin er að vera með hamborgara vikunnar sem verður þá kynntur hverju sinni. Við munum bjóða upp á léttvín sem er náttúruvín sem er vín án allra aukaefna. Svo gaman að segja frá að allir drykkir eru í dósum nema léttvínið auðvitað meira að segja kokteilarnir. Hægt verður að sitja inni og einnig taka með í take-away, en take away kerfið verður á netinu á vefsíðu okkar og verður mjög einfalt í notkun.
Hver er myndirður segja að væri mesti hamborgara aðdáandinn í fjölskyldunni? Örugglega mamma en pabbi elskar djúpsteiktan kjúkling hann er talsmaður þess að hann er með hér.
Átt þú þinn uppáhalds borgari? Nei í raun ekki, eina krafan sem ég set er að nota gott hráefni í borgarann það skiptir mig mestu máli.
Hvernig myndir þú lýsa stílnum á staðnum, hver er hönnuðurinn á bakvið hann? Hönnunin er öll einföld, við höfum hannað allt sjálf og eru til að mynda að búa til borðin sjálf og nota gamla eldhússtóla fengum við þau hjónin Helgu og Arnór til að yfirdekkja fyrir okkur. Við höfum séð um að gera upp húsnæðið og allar framkvæmdi við þetta algjörlega sjálf því er mikil ást og umhyggja í staðnum.
Þau ákváðu að færa hurðina á rýminu eftir að fannst gömul hurð falin undir hlöðnum vegg sem breytti svolítið ásýnd rýmisins.