16.04.2020
ÉTA er nýr veitingastaður sem opnar í byrjun maí, þeirra sérkenni verða hamborgarar sem eru hakkaðir á staðnum úr sérvöldum vöðvum og djúpsteiktur kryddaður kjúklingur; vængir, leggir & samlokur.
Í næsta Tígli sem kemur út á þriðjudaginn 21.apríl verður viðtal við Gísla og farið nánar útí hvað staðurinn mun bjóða uppá.
Hér er svo fréttatilkynning frá ÉTA
ÉTA nýr systurstaður SLIPPSINS opnar í Vestmannaeyjum … bráðum!
(Við fylgjum að sjálfsögðu fyrirmælum og leiðbeiningum almannavarna og því ræðst opnun aðallega á því)
Við höfum (með pabba í algjöru fararbroti) unnið hörðum höndum í allan vetur að undirbúa þennan stað
Okkar markmið að opna ÉTA verður að geta verið með heilsárs-stað í eyjum, eitthvað sem okkur hefur dreymt um lengi.
Á ÉTA verður hágæða-skyndibiti unnin úr góðu hráefni og undirbúið frá grunni á staðnum. Markmiðið er að hafa ekki of marga rétti á matseðlinum en þó þannig að allir eiga geta fundið eitthvað fyrir sig.
Okkar sérkenni verða hamborgarar sem eru hakkaðir á staðnum úr sérvöldum vöðvum og djúpsteiktur kryddaður kjúklingur; vængir, leggir & samlokur.
Það verða fleiri réttir á seðli, svosem; Nauta mínútusteik, fiskur í orly og fleira sem á eftir að koma í ljós.
Hægt verður að sitja inni og einnig taka með í take-away, en take away kerfið verður á netinu á vefsíðu okkar og verður mjög einfalt í notkun.
Slippurinn mun halda áfram að vera einungis opin á sumrin en ekki er vitað að svo stöddu hvenær staðurinn mun opna vegna COVID19 faraldursins.