ÍBV hefur boðað til fréttamannafundar klukkan 17:30 í Týsheimilinu en samkvæmt heimildum Fótbolta.net verður Helgi Sigurðsson þar kynntur sem nýr þjálfari liðsins.
Helgi hefur undanfarin þrjú ár verið þjálfari Fylkis. Hann kom liðinu upp í efstu deild og festi liðið þar í sessi.
Stjórn Fylkis ákvað í lok nýliðins tímabil að skipta um þjálfara en óvíst er hver mun taka við Árbæjarliðinu.
ÍBV endaði í neðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. Portúgalinn Pedro Hipólito var rekinn á miðju tímabili og Ian Jeffs tók við stjórnartaumunum út tímabilið.
Jeffs mun að öllum líkindum verða aðstoðarmaður Helga og þeir fá það verkefni að sjá til þess að veran í Inkasso-deildinni verði ekki lengri en eitt ár segja þeir á fotbolta.net.