Nýr kafli í sögu Slökkviliðs Vestmannaeyja

Á fundi Framkvæmda og hafnarráðs þann 11. maí síðastliðin var farið yfir stöðuna á framkvæmdum Slökkvistöðvarinnar við Heiðarveg.

Fyrir liggur framvinduskýrsla vegna nýbyggingar og endurbóta að Heiðarvegi 14.

Fram kom að heildarkostnaður vegna framkvæmdanna er 516 milljónir, þar af var verktakakostnaður 463 milljónir. Fara þurfti í verulegar endurbætur á eldra húsi Þjónustumiðstöðvar sem inniheldur starfsmannaaðstöðu og skrifstofur en ljóst er að halda þarf áfram með endurbætur á því húsnæði.

Verkinu er nú nánast að fullu lokið og slökkviliðið flutt inn með sína starfsemi.

Utanhúss.

 • Aðeins eru eftir nokkrar plötur í klæðningu stigahúss en uppsetningin á þeirri klæðningu er háð réttum lofthita og raka—klárast væntanlega nú um helgina
 • Eftir er að fínpússa sökkkul á N-gafli og mála
 • Frágangi á lóð A-megin lokið
 • Frágangur á hluta af lóð V-megin er eftir—verktaki er að byrja að fjarlægja krana og það efni sem eftir var á lóðinni svo lokafrágangur ætti að geta hafist á næstu dögum
 • Að öðru leiti er frágangi utanhúss lokið.

Innanhúss. 

 • Beðið er eftir ljósleiðaratengingu inn í húsið
 • Eftir er að ganga frá lokatengingu á aðgangsstýrikerfi—klárast á næstu dögum
 • Beðið er eftir sauna/afeitrunar klefa

Að öðru leiti var frágangi innanhúss lokið Þann 9.apríl s.l. daginn eftir verktakavígsluna, flutti slökkviliðið öll sín tæki og búnað af gömlu stöðinni og yfir á þá nýju og hóf þar formlega starfsemi. Þar með hófst nýr kafli í sögu Slökkviliðs Vestmannaeyja þar sem um algjöra byltingu er að ræða í aðstöðumun á geymslu og viðhaldi búnaðar, starfsmannaaðstöðu og svo mætti lengi telja.

Stefnt er á lokaúttekt í kringum miðjan júní og svo á formlega opnun og í framhaldinu opið hús fyrir gesti og gangandi á Goslokahátíð.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

 • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
 • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
 • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
 • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
 • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search