Þriðjudagur 16. apríl 2024
Tígull

Nýr fjármálastjóri Vestmannaeyjabæjar

24.02.2020

Vestmannaeyjabær auglýsti á dögunum stöðu fjármálastjóra Vestmannaeyjabæjar lausa til umsóknar.

Alls sóttu fimm einstaklingar um starfið, fjórir karlar og ein kona.

Við mat á umsóknum var fyrst og fremst horft til menntunar- og hæfniskrafna sem fram komu í starfsauglýsingunni, en jafnframt metnir aðrir þættir sem nýst gætu í starfi fjármálastjóra, svo sem sérstök reynsla eða þekking. Að loknu mati á öllum umsóknum var ákveðið að boða í starfsviðtöl þá tvo einstaklinga sem metnir voru hæfastir úr hópi umsækjenda, þar sem lagðar voru fyrir staðlaðar spurningar og fyrirfram ákveðnir umræðupunktar. Að loknum viðtölum var leitað eftir umsögnum frá nokkrum yfirmönnum og samstarfsmönnum umræddra umækjenda. Jafnframt var ráðgjafafyrirtækið Capacent fengið til þess að leggja persónuleika-/hæfnispróf fyrir umsækjendurna tvo.

Að loknu endanlegu mati á öllum framangreindum þáttum ákvað Vestmannaeyjabær að ráða Sigurjón Örn Lárusson til að gegna stöðunni. Sigurjón Örn er viðskiptafræðingur að mennt og útskrifaðist með B.Sc. gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2007 og meistaragráðu í reikningsskilum og endurskoðun frá Háskóla Íslands árið 2013. Sigurjón Örn hefur starfað á endurskoðunarsviði Deloitte frá árinu 2007 og hefur víðtæka reynslu af uppgjörsvinnu og gerð ársreikninga sveitarfélaga. Hann hefur t.a.m. komið að uppgjörsvinnu og endurskoðun ellefu mismunandi sveitarfélaga, þ.m.t. Vestmannaeyjabæjar. Þá hefur Sigurjón Örn auk þess aðstoðað sveitarfélög við fjárhagsáætlanagerðir sem er stór þáttur í starfi fjármálastjóra sveitarfélaga.

Sigurjón Örn er 38 ára að aldri. Hann ólst upp í Garðabænum, en flutti til Vestmannaeyja árið 2007. Sigurjón Örn er giftur Berglindi Þórðardóttur, kennara og saman eiga þau þrjú börn.

Vestmannaeyjabær býður Sigurjón Örn velkominn til starfa.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search