Á fundi Framkvæmda- og hafnarráðs í gær fór Friðrik Páll slökkviliðsstjóri yfir stöðuna á nýju slökkvistöðinni við Heiðarveg
Verkinu miðar vel áfram og staðan er sú að uppsetning á hreinlætisbúnaði í starfsmannarýmum 1.hæð og slökkvistöð er nánast lokið.
Verið að leggja loftræsingu í starfsmannarýmum 1. hæð sem mun klárast í vikunni. Raflagnaefni ljós o.þ.h. langt komið í starfsmannarýmum 1.hæð. Búið er að mála loft og veggi í starfsmannarýmum 1.hæð. Verið að sandsparsla og grunna loft og veggi í stigahúsi.
Galla- og starfsmannaskápar eru komnir í pöntun. Byrjað er að vinna efni í innihurðir og innréttingar. Búið er að setja festingar, leiðara og einangra allt utanhúss-tilbúið undir klæðningu. Nú er verið að setja síðustu glugga í á vestur hlið slökkviliðsstöðvar.
Síðasti hluti plans framan við slökkviliðsstöð er tilbúinn undir malbik, verið er að bíða eftir malbikun þar.