Miðvikudagur 24. apríl 2024

Nýja Þjónustumiðstöðin fékk nafnið Laufey

Nýja þjónustumiðstöð Eyjamanna við Þjóðveg 1 hefur fengið nafnið “Laufey – Welcome Center” Tígull heyrði í Eyjapeyjanum og verkefnastjóranum Sveini Waage. “Hugmyndin bak við nafnið og merkið er sú að Laufey verður græn orkustöð í hvívetna. “Ey” fannst okkur tilvalið fyrir veiðikofann okkar á stærstu eyjunni okkar og svo erum við á því að Laufey sé líka einstaklega huggulegt nafn”, segir Svenni sposkur við samnefndan ritstjóra Tíguls.

“Þetta er búið að ganga mjög vel. Við höfum ekki enn hitt þann Eyjamann sem er ekki með okkur í liði og sér ekki hversu gríðarlega mikilvæg þessi aðstaða verður fyrir okkur öll. Bæði fyrir heimamenn en ekki síst sem aðdráttarafl fyrir okkar einstöku Vestmannaeyjar.
Við erum búin að funda nokkrum sinnum með hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu þ.á.m. Herjólfi og Ferðamálasamtökunum.
Bæjarstjórn fær að fylgjast með öllu ásamt okkar öflugustu þingmönnum sem standa heilshugar við bakið á verkefninu, segir Svenni og bætir við “Nú verðum við að róa öll í sömu átt. Á meðan loðnan kemur og fer þá eru gríðarlega verðmæt “mið” á Suðurlandi sem við náum ekki til. Hótelin á Vík t.d. eru í 90-100% nýtingu yfir háveturinn.

Ferðamenn streyma framhjá okkur óaðvitandi hversu sturlaður viðkomustaður Eyjarnar okkar eru.
Spurðu hvaða ferðamann sem er, sem kom til Eyja í sinni Íslandsför, hver hápunkturinn hafi verið?
Það er aldrei spurning!”

Aðspurður um fjármögnun segir Sveinn að hún sé kominn af stað og búið sé að brjóta ísinn. “Við erum að vinna með besta hugsanlega aðila núna sem mun gefa okkur mikið traust og kraft til að klára dæmið.
Við vonumst til að fyrirtæki í Eyjum nýti sér forgang að verkefninu næstu vikur og þjónustumiðstöðin, og þar með landið sjálft, verði í meirihlutaeigu heimamanna og skráð í Eyjum með tilheyrandi tekjum fyrir samfélagið.”

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search