Jóna

Nýja hraunið og möguleikar til framtíðar

Ekki hefur farið framhjá neinum í Vestmannaeyjum sú myndarlega uppbygging sem hefur verið á undanförnum árum í okkar góða samfélagi. Uppbygging er alltaf af hinu góða og á
aldrei að draga úr því sem gott er fyrir. Staðan hjá okkur sem sveitarfélagi er sú að vöntun er á fjölbreyttum lóðum en mjög hefur gengið á þær á undanförnum árum þrátt fyrir að mörg
svæði hafi verið skipulögð á kjörtímabilinu. Sömuleiðis hefur gengið vel að þétta byggð sem hefur verið stefna bæjarins.

Takmarkað landrými

Í ljósi þess að takmarkað landrými er hjá sveitarfélaginu þarf að skoða alla möguleika til að fjölga lóðum. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 var gert ráð fyrir fjármagni í deiliskipulag á
svæði við Löngulág, gamla malarvöllinn, og svæðið í kring. En við þurfum að horfa inn í framtíðina, lengra en til næstu fjögurra ára. Fýsilegur kostur er að skoða hluta af nýja hrauninu, svæðið sem liggur austan við miðbæ á mótum Kirkjuvegar og Skansvegar. Þetta er góð leið til að fjölga lóðum í okkar góða miðbæ, enda lóðir á því svæði mjög eftirsóttar. Nú
þegar liggur fyrir minnisblað um hver möguleg næstu skref eru fyrir svæðið og í vinnslu er frekari forsendugreining. Fyrir rúmum 15 árum var tekið borkjarnasýni og var niðurstaðan sú
að efnið væri gott fyrir fylliefni fyrir stórar framkvæmdir, t.d. stórskipakant, en ónothæft fyrir sjóvörn. En ekki hefur verið gerð kostnaðaráætlun fyrir flutning á efni eða öðru. Í
aðalskipulagi sem unnið var á kjörtímabilinu 2014 – 2018 var gert ráð fyrir að fara í þessa vinnu við skoðun á svæðinu.

Raunhæfur valkostur – Íbúakosning

Áður en ákvörðun er tekin þarf að klára forsendugreiningu og meta kostnað. Þegar það liggur fyrir er hægt að meta hvort svæðið sé raunhæfur valkostur, framkvæmdalega. Ef svo reynist
vera þá verður farið í íbúakosningu þar sem boðið verður upp á tvo valkosti: að grafa inn í hraunið eða að gera það ekki. Þetta er lýðræðisleg leið til að leyfa íbúum að ákveða hvað skal gera enda mikið tilfinningamál. Um að ræða mjög stóra ákvörðun fyrir sveitarfélagið.

Ég vil ítreka það að engin ákvörðun hefur verið tekin um að grafa inn í hraunið enda  þarf að klára allan undirbúning svo hægt sé að leggja til grundvallar gögn til að fara í íbúakosningu.

Betri Eyjar – fyrir alla!

Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs.
Höfundur skipar 2. sæti á lista Fyrir Heimaey í komandi sveitastjórnarkosningum.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search