Þetta er 14. neyðarkallinn sem einingar Slysavarnafélagsins Landsbjargar er að selja, en sala neyðarkallsins er ein af mikilvægustu fjáröflunum okkar eininga.
Neyðarkallinn í ár er með dróna sem er eitt af nýjustu hjálpartækjum við leit að týndu fólki. Neyðarkallinn verður seldur við Krónuna, Vínbúðina og Bónus frá kl 16 – 19 fimmtudag, föstudag og á laugardaginn milli klukkan 12 – 16.
Neyðarkallinn kostar 2.500 krónur.
Tígull hvetur að sjálfsögðu alla til að fjárfesta í einum neyðarkalli og styrkja þarft málefni.
