Tígull heyrði í nokkrum farþegum sem fóru í fyrstu ferðina upp á land til Þorlákshafnar. Þau voru öll á sama máli með að þessi ferð hafið verið frábær og það hafi verð virkilega gott að leggja sig í glænýjum kojum efst í skipnu, en margir voru/eru hræddir um að vera ofarlega í skipinu vegna veltings en þið getið andað rólega því það er alveg ljómandi gott að kúra þar.
Eins og Svanur vélstjóri orðar þetta á facebookarsíðu sinni: Þá er það jómfrúarferðin til hamingjunnar. Haugasjór en svona ljómandi gott ferðalag. Gústi fræðir 2 gutta sem eru hér í starfskynningu um allt sem viðkemur skipinu.
Herjólfur er á leiðinni til Eyja þegar þessi frétt er skrifuð og náðum við í tvo úr áhöfninni sem tjáðu okkur það að heimferðin væri einnig að ganga mjög vel og allir sáttir.

forsíðumyndina á hann Hólmgeir Austfjörð og hinar tvær fengum við hjá Svani Vélstjóra svo laumaði Inga Magg einni með.