Samkvæmt frétt frá eyjar.net þá stefnir nýi Herjólfur á að sigla til Þorlákshafnar í dag.
Já, það er stefnt á það.” segir Guðbjartur Ellert Jónsson , framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. aðspurður um hvort nýja ferjan eigi að sigla sína fyrstu áætlunarferð til Þorlákshafnar seinni partinn í dag.
Guðbjartur segir ástæðuna fyrir því að nýja ferjan fór ekki morgun vara þá að ABB einn framleiðenda að búnaði í ferjunni þurfti að komast inn í stjórnbúnaðinn í gegnum nettengingu og því þótti vissara að vera í öruggum netsambandi meðan verið var að yfirfara og stilla.