Föstudagur 1. desember 2023
Halldór Ben

Ný um­ferðar­lög um ára­mót – taka gildi þann 1. janúar 2020. Bannað að fleygja sorpi úr ökutækjum, leyft að hjóla yfir gangbraut og bannað að hjóla og tala í síma

Um áramótin taka ný umferðalög gildi sem gott er að kynna sér aðeins, hér eru nokkur dæmi:

Sorp úr ökutækjum:

Meðal annars er í nýju lögunum að bannað verði að fleygja sorpi út úr ökutækjum eða skilja eftir á vegi sorp eða annað sem óhreinkar veg eða náttúru, jafnvel þótt það hafi ekki í för með sér hættu eða óþægindi fyrir aðra vegfarendur. Í gildandi umferðarlögum er aðeins lagt bann við því að fleygja eða skilja sorp eftir á vegi það sem getur haft í för með sér hættu eða óþægindi fyrir umferðina.

Samanber 6. grein laganna

Eigi má fleygja út úr ökutæki, skilja eftir á vegi eða strengja yfir opinn veg í leyfisleysi neitt það sem getur haft í för með sér hættu eða óþægindi fyrir vegfarendur.
Eigi má fleygja út úr ökutæki eða skilja eftir á vegi sorp eða annað það sem óhreinkar veg eða náttúru, jafnvel þótt það hafi ekki í för með sér hættu eða óþægindi fyrir aðra vegfarendur.

Takmörkun umferðar vegna mengunar:

Veghaldara verður nú heimilað að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á vegi eða svæði þegar mengun er yfir heilsufarsmörkum eða hætta talin á að svo verði. Til grundvallar banni skal liggja fyrir rökstuðningur, studdur mæliniðurstöðum og mengunarspám. Ráðherra er heimilt að setja reglugerð með nánari ákvæðum um takmarkanir vegna mengunar.

Samanber 85. grein laganna

Sveitarstjórn eða Vegagerðinni, þegar um þjóðveg er að ræða, er heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á vegi eða svæði þegar mengun er yfir heilsufarsmörkum eða hætta er talin á að svo verði. Til grundvallar slíku banni skal liggja fyrir rökstuðningur fyrir takmörkun umferðar vegna mengunar, studdur mæliniðurstöðum og mengunarspám.
Takmarkanir á umferð vegna mengunar frá ökutækjum geta t.d. falist í breytingum á hámarkshraða, takmörkun á umferð stærri ökutækja eða takmörkun almennrar umferðar með því að heimila tilteknum bifreiðum akstur á ákveðnum svæðum eftir oddatölu/jafnri endatölu eða sambærilegum endabókstaf skráningarmerkja. Upplýsingar um slíkar takmarkanir skulu gefnar með umferðarmerkjum og auglýsingum á opinberum vettvangi, svo sem á vefsetri Vegagerðarinnar eða sveitarfélags eða með öðrum tryggum hætti.

Hjólað yfir gangbraut:

Hjólreiðamaður má hjóla yfir gangbraut (á gönguhraða).

Samanber 43. grein laganna

Ef hjólreiðamaður á gangstétt þverar akbraut skal hann gæta að því að hjóla eigi hraðar en sem nemur venjulegum gönguhraða. Sama á við um hjólreiðamann sem þverar akbraut á gangbraut.

Sjálfkeyrandi ökutæki:

Prófanir á sjálfkeyrandi ökutækjum verða heimilar, að fengnu leyfi Samgöngustofu og að uppfylltum nánar tilteknum skilyrðum.

Samanber 76. grein laganna

Prófanir á sjálfkeyrandi ökutækjum mega aðeins fara fram með leyfi Samgöngustofu. Heimilt er að veita leyfi fyrir prófun á ökutæki sem er sjálfkeyrandi að fullu eða að hluta.

Snjalltæki:

Í lögunum eru ákvæði er varða snjalltæki og bann við notkun þeirra gert skýrt, jafnt fyrir ökumenn vélknúinna ökutækja sem og fyrir hjólreiðamenn.

Samanber 57. grein laganna

Stjórnanda ökutækis er við akstur óheimilt að nota farsíma, snjalltæki eða önnur raftæki sem truflað geta aksturinn, án handfrjáls búnaðar.

Grein er frá þessu inn á vef Samgöngustofu

 Samgöngustofa hefur tekið saman helstu breytingarnar og birt á vef sínum.

Halldór Ben á þessa glæsilegu forsíðumynd

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is