Miðvikudagur 24. apríl 2024
Bærinn Viðar Breiðfjörð

Ný störf í Eyjum

Nýverið hafa verið teknar góðar ákvarðanir tengdum störfum á vegum ríkisins. Sem dæmi var ákveðið að snúa úr vörn í sókn og efla Sýslumannsembættið í Eyjum með því að koma með fleiri verkefni til Eyja, þar á Áslaug Arna ráðherra Sjálfstæðisflokksins hlut að máli. Það þýðir fjölgun starfa hjá embættinu. Fiskistofa auglýsti nýverið eftir starfsmanni og bauð upp á þann möguleika að hann væri staðsettur í Vestmannaeyjum. Starfið skilaði sér til Eyja og fjölgar því starfsmönnum Fiskistofu í Eyjum. 

Ljósleiðari

Nýrri tækni fylgja bæði ógnir og tækifæri fyrir samfélag eins og Vestmannaeyjar. Það er afar mikilvægt að jarðvegurinn sé góður, hátt þjónustustig fyrir fjölskyldufólk, ljósleiðari fyrir fyrirtæki og námsmöguleikarnir sem flestir o.s.frv. Þessu þarf að halda áfram að vinna að, Kristján Þór ráðherra Sjálfstæðisflokksins boðaði síðan í vikunni sem leið að nú væri stefnt að því að fjölga störfum á landsbyggðinni og hef ég óskað eftir því að hann komi til Eyja og kynni þessar hugmyndir sínar. Vonandi skorast hann ekki undan því boði. Ofangreind dæmi eru staðfesting á að þetta eru ekki orðin tóm, en betur má ef duga skal. 

Trausti Hjaltason 

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search