Fimmtudagur 29. september 2022

Ný stöð myndi uppfylla allar reglur um mengunarvarnir

16.12.2020

Móttöku og flokkunarstöð fyrir úrgang í Vestmanneyjum er staðsett við Eldfellsveg, í Kirkjubæjarhrauni, austan við þéttbýlið. Þar er tekið við öllum úrgangi sem til fellur hjá einstaklingum og fyrirtækjum í Vestmannaeyjum.

 

Það er stefna Vestmannaeyjabæjar að draga úr myndun úrgangs og stuðla að endurnýtingu og endurvinnslu hans eins og kostur er. Með því má draga úr þörf fyrir förgun á úrgangi.

Meðhöndlun úrgangs er flókið ferli, sem felur í sér söfnun, flutning, flokkun, endurnýtingu, endurvinnslu og svo og förgun þess úrgangs sem nýtist ekki. Meiri hluti úrgangsins er flokkaður og fluttur í burtu til endurvinnslu en lífrænn úrgangur frá heimilum og fyrirtækjum fer í moltugerð sem er unnin í moltuvél á svæðinu. Óvirkur úrgangur (gler og steinefni) fer í landmótun í Búastaðagryfju. Þar sem engin urðunarsvæði eru í Vestmannaeyjum þá hefur blandaður úrgangur og litað timbur, sem ekki er hægt að endurvinna, verið flutt upp á land til urðunar í Álfsnesi hjá Sorpu.

Um 8.000 rúmmetrar hafa verið fluttir burt með Herjólfi árlega

Árlega eru þetta um 8.000 rúmmetrar sem hafa verið fluttir í burtu með Herjólfi. Stefnt er að því að urðunarstaðnum hjá Sorpu í Álfsnesi verði lokað og því hafa bæjaryfirvöld undanfarin misseri leitað nýrra leiða til að farga blönduðum úrgangi frá sveitarfélaginu.

Vestmannaeyjabær áformar nú að koma fyrir og starfrækja nýja brennslu- og orkunýtingarstöð fyrir úrgang með orkunýtingarkerfi við Eldfellsveg sem myndi taka við blandaða úrganginum. Brennslustöðin yrði staðsett í byggingu á móttökusvæðinu sem áður hýsti sorpbrennslu sem var starfrækt í Vestmannaeyjum til 2012, en hefur undanfarin ár verið nýtt til að taka á móti úrgangi. Á starfstíma brennslunnar voru innleiddar á Íslandi hertar reglur um mengunarvarnir sem stöðin náði ekki að uppfylla, þrátt fyrir endurbætur og prófanir, og því var henni á endanum lokað.

Ný stöð myndi uppfylla allar reglur um mengunarvarnir

Ný stöð myndi hins vegar uppfylla allar reglur um mengunarvarnir sem gerðar eru til svona stöðva og er unnið að umhverfismati fyrir stöðina. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið og er því hér lögð fram tillaga að nýju deiliskipulagi sem hefur verið í kynningu á sama tíma og unnið hefur verið mat á umhverfisáhrifum framkvæmda við brennslu- og orkunýtingarstöð.
Búið er að kynna frummatsskýrslu mats á umhverfisáhrifum fyrir brennslu- og orkunýtingarstöðina og unnið er að frágangi matsskýrslu sem verður skilað inn til Skipulagsstofnunar. Stöðin fellur undir 5. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum og því fylgir umhverfisskýrsla með deiliskipulaginu.

Móttöku og flokkunarstöðin við Eldfellsveg, mynd tekin í september 2019.

Þetta var rædd og kynnt á fundi Umhverfis- og skipurlagsráði Vestmannaeyja í gær.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is