Ný sprunga að opnast á Reykja­nes­skaga – svæðið rýmt

Ný hraunsprunga hefur nú opnast um hálfan kílómetra norðaustur af gosstöðvunum í Geldingadal. Þetta sést glögglega á vefmyndavél Ríkisútvarpsins, sem snýr nú að sprungunni.

Í samtali við fréttastofu visirs.is  segir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni að tilkynning hafi borist frá flugturninum í Keflavík. Fyrstu mælingar bendi til þess að sprungan sé um hálfur kílómtetri að lengd.

Viðbúið hafi verið að sprunga gæti opnast á svæðinu, þar sem kvikugangurinn liggi undir nokkuð stóru svæði.

Sig­urður Berg­mann, aðal­varðstjóri hjá lög­regl­unni, seg­ir í samtalið við mbl.is að búið sé að loka aðgangi að fjall­inu í varúðarskyni og verið sé að rýma svæðið. Hann seg­ir erfitt að átta sig á stærð sprung­unn­ar en gisk­ar á að hún geti verið 100-300 metra löng þótt hún sé ekki af­kasta­mik­il í augna­blik­inu.

Sig­urður seg­ir að um varúðarráðstöf­un sé að ræða að loka svæðinu. „Það var fólk á göngu ekki langt frá sprung­unni. Við sáum það á vef­mynda­vél­inni,“ seg­ir hann. Þá sé erfitt að segja til um hvað muni ger­ast næst.

Hér er myndbönd frá Eyjapeyjanun Gílsa M. Gíslasyni sem hefur verið að fljúga með fólki að gosstöðunum á þyrlu.

Forsíðumyndin er líka frá Gísla Matthíasi Gíslasyni.

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on pinterest

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is