Eins og kannski flestir hér í eyjum vita þá er ný Bergey í smíðum hjá skipasmíðastöðinni Vard í Aukra í Noregi.
Við heyrðum aðeins í Snorra Þór Guðmundssyni sem er annar stýrimaður Bergeyjar.
„Við erum núna úti í prufum á Bergey og áætluð afhenting er fyrsta október en við siglum ekki heim fyrr en eftir það. Áhöfnin á Bergey er komin á Smáey (gömlu Vestmannaey) og verður þar þanngað til að nýja Bergey er klár til veiða. Við siglum til Akureyrar þar sem millidekkið verður gert klárt og þar næst til eyja“, sagði Snorri Þór.
Snorri Þór og Guðmudnur Arnar Alfreðsson tóku þessar myndir sem við deilum með ykkur.

