30.11.2020
Þann 1.desember byrjar Herjólfur að sigla eftir nýrri siglingaáætlun sem sjá má hér að neðan.
Fyrstu þrjár ferðir dagsins haldast óbreyttar og síðari þrjár ferðirnar færast fram um klukkutíma.
Starfsfólk Herjólfs vekur athygli á því að skrifstofa Herjólfs í Vestmannaeyjum er opin frá 06:30-22:00 daglega á meðan skrifstofan í Landeyjahöfn er opin frá 09:00-21:00.
Afgreiðslan í Landeyjahöfn er því lokuð í ferðum kl. 08:15 og kl. 22:00.
Hvetjum við því farþega til þess að vera búnir að ganga frá kaupum á miðum á heimasíðu okkar eða í gegnum síma 4812800.
Vetraráætlun
Gildir frá 1.desember til 31. maí
Vestmannaeyjar brottför: Landeyjahöfn brottför:
07:00 – Alla daga* 08:15 – Alla daga
09:30 – Alla daga 10:45 – Alla daga*
12:00 – Alla daga 13:15 – Alla daga
16:00 – Alla daga* 17:15 – Alla daga
18:30 – Alla daga 19:45 – Alla daga*
21:00 – Alla daga 22:15 – Alla daga
Ef Herjólfur siglir til Þorlákshafnar er áætlunin eftirfarandi í vetraráætlun:
Brottför frá Vestmannaeyjum kl 07:00 og 16:00
Brottför frá Landeyjahöfn/Þorlákshöfn kl 10:45 og 19:45
Einnig tekur í gildi ný verðskrá Herjólfs þann 1. desember. Hér má sjá nýju verðskránna.