30.11.2020
Á dögunum gáfu Hollvinasamtök Hraunbúða heimilisfólki á Hraunbúðum glæsilegan nuddstól sem á án efa eftir að nýtast vel.
Við erum að læra á hann þessa dagana og fengum hana Kollu til að prófa hann.
Hann stóðst öll próf og eru nokkrar styrkleikastillingar á honum.
Við þökkum Hollvinasamtökunum kærlega fyrir allan þeirra stuðning, það er ómetanlegt að hafa slíka bakhjarla við heimilið.