Nú er það ýsa

Ísfisktogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir fullfermi í Eyjum í morgun. Afli beggja skipa var að mestu ýsa sem fékkst á Papagrunni. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, segir að veiðin hafi gengið ljómandi vel.

“Þarna fékkst fínasti afli og ég held að yfir 90% af aflanum hafi verið ýsa. Það var verið á Papagrunni allan tímann, það var ekkert verið að flækja þetta. Við komum til hafnar í gærkvöldi og það var landað snemma í morgun. Nú er komið sjómannadagsstopp hjá okkur og menn munu hafa það gott og skemmta sér næstu dagana,” segir Jón.

Egill Guðni Guðnason, stýrimaður á Vestmannaey, tekur undir með Jóni og segir að vel hafi fiskast.

“Þarna var fínasti afli og ekki undan neinu að kvarta. Við komum til löndunar í morgun og löndun hófst nánast strax. Við munum fara út strax að löndun lokinni og reyna við karfa. Við fáum sólarhring til að sækja karfann og líklega verður reynt suðvestur af eyjunum. Menn eru býsna brattir hér um borð og farnir að hlakka til sjómannadags,” segir Egill Guðni í samtalið við á vefsíðu Síldarvinnslunnar.

Ljósm. Arnar Richardsson

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search