Halldór Ben

NOVA sýnir áhuga á að 5G væða Vestmannaeyjar sem yrði bylting fyrir Eyjarnar

30.05.2020

Á Bæjarstjórnarfundi síðasta fimmtudag sagði Íris Róbertsdóttir frá því að fulltrúar NOVA hafi komið til Eyja og hitt sig ásamt tveimur framkvæmdastjórum bæjarins. NOVA hefur mikinn áhuga á því að vinna með Vestmannaeyjabæ að því að 5G væða sveitafélagið, yrði þá Eyjarnar fyrsta sveitafélagið til þess.

Bæjarstjóri lagði fram minnisblað frá framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og deildarstjóra tölvudeildar um möguleika á því að leggja ljósleiðara að öllum heimilum og fyrirtækjum í Vestmannaeyjum. Í minnisblaðinu er raktir kostir ljósleiðaravæðingar, tæknileg útfærsla, kostnaður, fjármögnun, opinber aðstoð, þ.e. ríkisaðstoð), framkvæmd, rekstur og tímalína.

Jafnframt upplýsti bæjarstjóri um fund sinn og tveggja framkvæmdastjóra bæjarins með fulltrúum NOVA um svokallaða 5G væðingu, sem stóreflir gagnaflutning og hraða í Vestmannaeyjum. Fyrirtækið gerir ráð fyrir að koma fyrir sendum á nokkrum stöðum í Vestmannaeyjum í framtíðinni og bjóða þannig stórbætta fjarskiptaaðstöðu fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Fyrir eru tveir sendar á vegum fyrirtækisins sem eru ljósleiðaratengdir og til stendur að byrja á að nota, en leggja þarf ljósleiðara að nýjum sendum sem komið verður fyrir víðs vegar um eyjuna þegar netið verður þétt.

Við umræðu um málið tóku til máls: Íris Róbertsdóttir, Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Elís Jónsson og Eyþór Harðarson.

Tillaga frá bæjarfulltrúum H- og E-lista sem bæjarfulltrúar D-lista tóku undir.
Meirihluti E-og H-lista tekur vel í svokallaða 5G væðingu í Vestmannaeyjum og er
bæjarstjóra falið að fylgja eftir viðræðum við NOVA um fyrirkomulag og möguleika
á slíku umbótaverkefni sem flýtt getur bættum nettengingum í bænum.
Tillagan var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Tillaga frá bæjarfulltrúum H- og E-lista sem bæjarfulltrúar D-lista tóku undir.
Meirihluti E- og H-lista leggur til að umræðu og afgreiðslu um ljósleiðaravæðingu í
Vestmannaeyjum verði frestað til næsta bæjarstjórnarfundar, þann 11. júní nk., til
þess að gefa bæjarfulltrúum kost á að kynna sér betur efni minnisblaðsins áður en
ákvarðanir eru teknar um framhaldið.
Tillagan var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Forsíðumynd Halldór B. Halldórsson

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is