- Bæjarfjölmiðillinn í Vestmanneyjum -

Norsk-íslensk síld og Austurdjúpið rannsakað í 28. sinn

Staðsetning rs. Árna Friðrikssonar 11. maí 2022

Miðvikudaginn 4. maí síðastliðinn hélt rs. Árni Friðriksson af stað í leiðangurinn „Vistfræði Austurdjúps“.
Eitt af meginmarkmiðum verkefnisins er að meta magn og útbreiðslu norsk-íslenskrar síldar og annarra uppsjávartegunda í Austurdjúpi og á Austur- og Norðausturmiðum. Einnig er ástand hafsins og vistkerfisins kannað, m.a. hita- og seltustig og magn átustofna metið. Því til viðbótar eru líffræðingar á vegum Háskóla Íslands um borð, en þeir sinna talningu og skráningu sjávarspendýra með áherslu á auknar rannsóknir á andarnefju. Leiðangurinn er skipulagður af vinnuhóp á vegum Alþjóða hafrannsóknaráðsins (ICES) en auk rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar, taka rannsóknaskip frá Noregi, Færeyjum, Danmörku og Bretlandi þátt í verkefninu. Áætlað er að leiðangurinn muni taka 20 daga.

Leiðangurinn hefur verið farinn árlega síðan 1995 og gefa niðurstöður hans m.a. eina mikilvægust tímaröð bergmálsmælinga sem notaðar eru við stofnmat og veiðiráðgjöf norsk-íslenska síldarstofnsins innan Alþjóða hafrannsóknaráðsins.

Frétt frá Hafrannsóknarstofnun.

 

 

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is