Föstudagur 1. desember 2023

Norðurljósin skörtuðu sínu fegursta í gærkvöld. En af hverju voru þau svona falleg?

Sævar Helgi útskýrir hér fyrir okkur Norðurljósafegurðina í gær.
Ástæðan er þessi dökka geil í hjúpnum (kórónunni) sem umvefur sólina. Út um hana streyma hraðfleygu rafeindirnar (sólvindurinn) sem myndar norðurljósin.
Það var hann Friðrik Björgvinsson sem tók þessar myndir í gærkvöldi.

Þegar hraði sólvindsins nær hátt í 600 km hraða á sekúndu eins og nú skapast aðstæður fyrir þau björtu, litríku og dýnamísku norðurljós sem prýtt hafa himinninn undanfarin kvöld.
Sólvindurinn feykir til segulsviði jarðar og streymir eftir því í átt að pólunum. Þar skella rafeindirnar á og örva súrefni og nitur í kringum 100 km hæð svo til verður ljósadýrð – norðurljós.
Sólin snýst eins og garðúðari á 27 dögum. Ef þessi geil lokast ekki snýr straumurinn frá henni aftur að Jörðu um jólin. Því eru fínar líkur á jólanorðurljósum eins og staðan er núna.
Á vefsíðunni https://auroraforecast.is má finna bestu mögulegu upplýsingar um hraða sólvindsins, mynd af kórónu sólar auk skýjahuluspár og „virknispá“ sem á alltaf að taka með miklum fyrirvara.
Horfið til himins!
Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar, er fæddur í Reykjavík 17. apríl 1984. Hann lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði og B.Sc. gráðu í jarðfræði frá Háskóla Íslands. Sævar hefur starfað við vísindamiðlun hjá Háskóla Íslands, kennt stjarnvísindi í framhaldsskólum, í Háskóla unga fólksins, Háskólalestinni og Vísindasmiðjunni.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is