Norðurlandamótið var haldið í Laugardalshöllinni laugardaginn 10.október.
Árný Heiðarsdóttir keppti þar í 50 metra bringusundi og var með næast besta tímann í sínum aldursflokki, bætti sig mjög en endaði á að gera ógilt sem var heldur betur svekkjandi að sögn Árnýjar.
Einnig keppti Árný í baksundi og vann það á tímanum 57,87 og er þar með Norðurlandameistari í sínum aldursflokki.
Öll Norðurlöndin voru að keppa hér á landi síðustu helgi.