Gleðilegan Þrettánda kæru vinir
Í dag verður Þrettándagleði ÍBV með breyttu sniði í ljós þeirra takmarkana sem gilda í samfélaginu.
Hér eru nokkrir punktar sem gott er að hafa í huga:
Þeir sem eiga Þrettándafána mega endilega flagga honum í dag, eigum til nokkra á skrifstofu félagsins fyrir þá sem vantar.
Kveikt verður á kertunum (ÍBV stöfunum) kl. 19:00 á Molda.
Jólasveinarnir verða með blys upp á Há og veifa til barnanna og hver veit nema að þeir birtist „live“ á Facebook síðu Þrettándans í kvöld.
Gaman væri að börnin í bænum myndu kveikja á blysum á sama tíma til að jólasveinarnir sjái þau.
Skotið verður upp flugeldum af Hánni, Helgafelli, Eldfelli, Heimakletti og Klifi.
Þrettándablaðið er komið út stútfullt af skemmtilegheitum, það er aðeins í rafrænu formi og hægt að skoða það hér.
Flugeldasala Björgunarfélagsins er opin í dag kl. 15:00-19:00, 25% afsláttur af öllu og eiga þeir til eitthvað af blysum á sérstöku tilboði 350 kr. stk.
Við hvetjum ykkur til að virða fjöldatakmarkanir og sóttvarnir og vinsamlegast safnist ekki saman í hópum til að fylgjast með.
Síðan er tilvalið að fylgjast með Kára Kristjáni vini okkar og strákunum í landsliðinu mæta Portúgal í undankeppni EM 2022 á RÚV kl. 19:30.
Eftir leikinn er svo hægt að horfa á Þrettándamyndina, en hægt er að leigja hana hér.
Njótum í garðinum heima og höldum Þrettándakaffi með jólukúlunni okkar!
Góða skemmtun.
Forsíðumynd Addi London