Níunda sinn sem lokaverkefni eru kynnt í GRV

Frá árinu 2016 hafa nemendur í 10. bekk fengið tækifæri til að vinna viðamikið rannsóknarverkefni á vorönn. Verkefnið er áhugasviðstengt. Það er mjög áhugavert og skemmtilegt að skoða hvaða hugmyndir koma upp hjá krökkunum.
Nemendur mynda rannsóknarspurningu og fá tækifæri til að kafa djúpt í leit að svörum. Verkefnið er þverfaglegt og byggist á öflun upplýsinga, úrvinnslu og skilum í fjölbreyttu og mismunandi formi.
Þau halda svo stuttan fyrirlestur fyrir kennara og foreldra í stofum sínum, þar á eftir er farið niður í sal skólans þar sem þau hafa útbúið bása með þema þeirra verkefnis.

Í ár voru 22 verkefni kynnt.

Hér að neðan má sjá öll verkefnin og texta inn á myndum þar sem segir hvað verkefnið er.

Til hamingju með flottu verkefnin ykkar, virkilega vel gert.

Hvernig er saga og þróun Golfklúbbs Vestmannaeyja? Stefán Geir Gíslason, Guðmundur Huginn Guðmundsson, Gunnar Páll Elvarsson og Auðunn Snær G. Thorarenssen.
Hvernig hafa tölvuleikir áhrif á mannslíkamann? Ingi Þór Lúðvíksson, Arnar Gauti Eiríksson og Nói Bjarnason.
Lyftingar. Hvernig hefur líkamsbygging þróast með tímanum? Jónathan Þröstur Guðjónsson og Roberto Figliuzzi.
Hvernig hafa fjallahjól þróast í gegnum tíðina? Jakub Rachwal og Hermann Ingi Ágústsson.
Hvaða áhrif hefur gervigreind á nám? Kári Snær Hlynsson, Morgan Goði Garner og Anton Frans Sigurðsson.
Hvert er viðhorf fólks til þjóðhátíðar? Tinna Mjöll Frostadóttir, Eygló Rós Sverrisdóttir, Ágústa Hugadóttir Andersen, Annika Sævarsdóttir.
Hvernig hefur pæjumótið í Vestmannaeyjum þróast í gegnum árin? Elísabet Rut Sigurjónsdóttir og Magdalena Jónasdóttir.
Af hverju ættir þú að heimsækja Suður-Kóreu? Veronika Yakovlyeva og Oliwia Matuszcyk.
Box vs. UFc – Maksmylian Antoni Bulga, Armandas Varnas, Daníel Þór Eduardo Magnason og Hreggviður Jens Magnason.
Hvers konar tónlist hlusta unglingar á árið 2023-2024? Sæþór Ingi Sæmundsson, Tómas Arnar Gíslason, Aron Daði Pétursson og Kristinn Freyr Sæþórsson.
Hvaða áhrif hafa alvarleg meiðsl á handknattleiksmenn? Agnes Lilja Styrmisdóttir, Klara Káradóttir, Birna Dögg Egilsdóttir og Guðbjörg Silla Viðarsdóttir.
Hvernig tæla sértrúarsöfnuðir til sín meðlimi? Lilja Sigurðardóttir.
Hvað einkennir þjóðfána? Ástþór Hafdísarson, Sigurður Valur Sigursveinsson og Gabríel Þór Harðarson.
Hvað gerir FabLab fyrir samfélagið? Valur Hugason Andersen og Bjartur Leó Hlynsson.
Hvaða eiginleika þarf að hafa til þess að ná langt í knattspyrnu? Kristján Ægir Eyþórsson, Heiðmar Þór Magnússon og Ingi Gunnar Gylfason.
Eldgos. Hver er munurinn á eldgosinu á Heimaey 1973 og eldgosinu í Grindavík 2023? Alanys Alvarez Medina, Freyja Rún Ísaksdóttir og Natalía Iwona Ryta.
Reykjalundur – Birgir Rúnar Júlíuson.
Hjólabretti – Gretar Ingi Helgason.
Hvaða áhrif hafa orkudrykkir á unglinga? Laura Barbara Wanecka, Thelma Sól Bjarnadóttir, Magnea Evey Ómarsdóttir og Unnur Björk Sverrisdóttir.
Lechia Gdansk og borgin Gdansk. Dominik Cybulski.
Hvaða áhrif hefur frægðin á frægt fólk? Anna Linda Eiríksdóttir Smith, Gréta Hólmfríður Hilmarsdóttir, Guðný Rún Gísladóttir og Jóhanna Björk Víkingsdóttir.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search