Þriðjudagur 5. desember 2023

Níu ára bið eftir blindrahund, eins og staðan er núna

Már Gunnarsson skrifaði einlægan pistil á facebooksíðu sína í gær og biðlar til fólks að leggja lið með að kaupa leiðsögu hundadagatalið.

Þegar ég var 6 ára var ég kynntur fyrir hvítastafnum og notkun hans. Að nota svona prik er ekki bara að ganga um og dingla honum hingað og þangað heldur krefst notkun hans mikillar færni í daglegu umferli blinds einstaklings.

Í gegnum stafinn skynja ég t.d kanta, tröppur, staura,alskonar undirlag og ekki síst gangandi fólk. Það skiptir miklu máli að fólk sem mætir mér úti á götu viti að ég sjái ekki, uppá mitt öryggi og ekki síður þeirra, þar er stafurinn lykilatriði.

Því miður eru margir blindir einstaklingar sem skammast sín fyrir að nota staf og kjósa frekar að sleppa honum sem getur beinlínis verið lífshættulegt og aftrar þeim við að gera það sem annars væri vel mögulegt. Þegar ég var yngri kom það alveg fyrir að ég kaus að sleppa stafnum og ég má vera þakklátur fyrir að hafa enn fram-tennur mínar miðað við þá hluti sem ég hef gengið á og ekki slasað mig!

Stafurinn er orðinn hluti af mér og ég fer ekki út úr húsi án þess að hafa hann með. Stafurinn er samt alls ekki töfralausn á öllu og tæki það allt of mikið pláss að fara yfir öll þau atriði í okkar umhverfi sem skapar vandræði eða hættu.

Í stuttu máli rafmagnsbílar vegaframkvæmdir ,ónærgætið fólk og hlutir í höfuðhæð. Fyrir rúmu ári tók ég þá ákvörðun um að sækja um leiðsöguhund og með því færa mína hæfni, öryggi og sjálfstæði upp á hærra plan.

Leiðsöguhundum er úthlutað einu sinni á ári af hinu opinbera og kostar hundurinn fullþjálfaður til landsins 4 til 6 miljónir. Aftur á móti hefur blindrafélagið þurft að fjármagna hundana og gefið ríkinu. Blindrafélagið hefur einungis fjármagn til að kaupa tvo hunda á ári og erum við 18 á biðlista!

Blindrafélagið er að selja leiðsöguhunda-dagatalið til styrktar verkefninu og erum við svo þakklát fyrir hvert selt eintak! Sjá link hér fyrir neðan. En ef einhverjum dettur í hug sniðug leið til að setja hærra fjármagn í verkefnið til að grisja þennan 18 manna biðlista sem lengist á hverju ári Má endilega hafa beint samband við mig og ég kem hlutunum áleiðis, eða hafa samband við blindrafélagið.

Sérfræðingar segja að blindur einstaklingur ásamt leiðsöguhundi staf og farsíma með leiðsögubúnaði séu allir vegir færir segir Már að lokum.

Ath.hundurinn á myndinni er í þjálfun og fenginn að láni í þessari myndatöku!

Þú getur smellt hér til að kaupa leidsögu hundadagatalid.

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is