Föstudagur 27. janúar 2023

Nemendur FÍV kynntu lokaverkefnin

 

Þriðjudaginn 6. desember kynntu nemendur Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum lokaverkefni sín. Fjölbreytni verkefna var mikil og stóðu allir nemendur sig með stakri prýði. Markmið áfangans er að nemendur vinni rannsóknarverkefni að eigin vali í samráði við kennara. Áfanganum er ætlað að skerpa undirbúning nemenda fyrir háskólanám, sérstaklega hvað varðar verklega leikni og hæfni til að afla áreiðanlegra gagna, vinna úr þeim og koma niðurstöðum sínum á framfæri. Lokaverkefnið felur jafnframt í sér að nemandinn kynni afurðina á skýran og skapandi hátt og þjálfist í að útskýra og rökstyðja niðurstöður og taka ábyrgð á eigin námi. Hér er yfirlit yfir nokkur verkefni.

Emilía Birkis Huginsdóttir

Um hvað fjallaði lokaverkefnið þitt?

Ég fjallaði um aðstöðu dýra í Herjólfi. Rannsóknarspurningin var: Hvernig er hægt að bæta aðstöðu dýra í Herjólfi? Þar sem ég er mjög mikill dýravinur vildi ég vita hvað dýr geta farið í gegnum þegar þau sigla með skipinu. Mér fannst mikilvægt að finna til hugmyndir um hvernig væri hægt að bæta þessa aðstöðu. Það var aðallega skoðað hunda í verkefninu og hvernig aðskilnaðarkvíði og hávaðanæmni kemur fram hjá þeim. Þessar raskanir voru valdar vegna aðstæðna þeirra í Herjólfi þar sem þeir sitja oft einir í bílnum með öll vélarhljóð skipsins í kringum þá.

Hverjar voru helstu niðurstöður verkefnisins?

Það komst í ljós að það geti verið mjög misjafnt hvernig dýrum liði í ferjunni okkar og getur það farið eftir tegund hundsins og umhverfi, alveg eins og hjá mannfólki. Þetta átti við um aðskilnaðarkvíðan og hvernig eigendur upplifðu að þeim liði á meðan siglingu stóð. Þegar kom að hávaðanæmni kom fram hræðslu hegðun í öllum hundunum með einkennum eins og eigendaleit og flóttatilraunir.

Kom eitthvað á óvart?

Það sem kom á óvart voru fjöldi tilfella þar sem dýr hafa hreinlega lent illa í því eftir ferð með skipinu. Eitt tilfelli endaði með dauða og fannst mér mjög sorglegt að engu hafi verið breytt varðandi reglur um dýr í Herjólfi eftir það. 

Hvað er helsti lærdómurinn? 

Þar sem ég hef ekki mikla reynslu á því að ferðast með dýr, þá finnst mér mjög mikilvægt að þetta breytist núna þegar ég hef kynnt mér málið betur. Mér finnst einnig mikilvægt að meira af fólki viti af aðstæðunum sem dýrin okkar þurfa að lifa í þegar við ferðumst með þau í Herjólfi. Sama hvort þau sjálf eigi dýr eða ekki.

 

Súsanna Sif Sigfúsdóttir

Um hvað fjallaði lokaverkefnið þitt?

Ég gerði eiginlega rannsóknarritgerð um hvaða áhrif endómetríósa hefur á andlega og líkamlega líðan.

Hverjar voru helstu niðurstöður verkefnisins?

Endómetríósa getur haft alltof mikil áhrif á líf kvenna og þá ekki góð áhrif. Konur sem finna fyrir grun um endómetríósu þurfa að fara í tjékk sem fyrst til þess að hægt sé að greina sjúkdóminn rétt. Það getur tekið allt að sex ár að fá rétta greiningu á sjúkdómnum og er það alltof langur tími sem það tekur þar sem 1 af hverri 10 konum fæðast með endómetríósu. Heilbrigðiskerfið okkar er ekki að sinna sínu nógu vel þegar kemur að því að greina kvensjúkdóma og þarf það að lagast strax. 

Kom eitthvað á óvart?

Hvað það tekur langan tíma að fá greiningu á sjúkdómnum, ferlið sem konur þurfa að ganga í gegnum til þess að fá greiningu og kostnaðurinn við að fara í aðgerð til þess að fjarlægja endómetríósuna er fáránlegur þar sem það er ekki einu sinni boðið upp á almennilega aðgerð hér á landi og þurfa konur því að ferðast til útlanda og með því borga aukalega fyrir ferðalagið sjálft. Þetta var þó eitthvað að breytast til batnaðar um daginn.

Hvað er helsti lærdómurinn? 

Til þess að vegna og ganga vel í lífinu þarf maður að standa með sjálfum sér og aldrei gefast upp sama hversu erfiðar aðstæðurnar verða. Í áfanganum lærði ég að vinna sjálfstætt og hafa trú á sjálfri mér, þar sem ég gerði einstaklingsverkefni sem var 18-20 bls. + 8 glærur í kynningu sem var ekki eins erfitt og ég hélt að það yrði ef ég bara hélt góðu skipulagi, rútínu og var ekki að fresta öllu fram á seinustu stundu.

 

 

Breki Einarsson og Ingunn Anna Jónsdóttir

Um hvað fjallaði lokaverkefnið ykkar?

Lokaverkefnið okkar fjallaði um fuglaflensu og áhrif hennar á fuglastofna, önnur dýr og mannfólk á heimsvísu. 

Hverjar voru helstu niðurstöður verkefnisins?

Helstu niðurstöður voru þær að fuglaflensa er alvarlegur sjúkdómur sem mikilvægt er að fylgjast með og finna leiðir til þess að sporna við dauða og sýkingarhættu fyrir fugla, önnur dýr og mannfólk. Fuglaflensa hefur mikil áhrif á fuglastofna og 

fugladauði algengur og mikill, einnig getur sjúkdómurinn sýkst í önnur dýr og mannfólk ef þau komast í náin samskipti við sýkta fugla, það er sjaldgæft en hefur þó gerst. 

Kom eitthvað ykkur á óvart?

Þessi sjúkdómur er mikið algengari og mikið hættulegri en við héldum og það að fyrsta staðfesta smit á Íslandi greindist árið 2022 og fuglaflensa er nú að valda usla víðs vegar um landið kom okkur mikið á óvart.

Hvað er helsti lærdómurinn? 

Þessi áfangi kennir manni að setja upp fagmannlega unna ritgerð og býr okkur undir stóru ritgerðirnar í háskóla sem er afar mikilvægt.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is