Náttúrugripasafnið að nýju í Sæheima

Bæjarráð ákvað á fundi sínum þann 1. október sl., að opna náttúrugripasafnið að nýju í húsnæði gömlu Sæheima við Heiðarveg og reka það þar tímabundið, þar til ákvörðun um framtíðarhúsnæði Safnahússins, þ.m.t. fágætissafn og náttúrugripasafn, liggur fyrir. Lagt var til að hefja endurbætur á aðstöðunni innanhúss og ráðstafa til þess allt að 1,5 m.kr., sem rúmast innan fjárhagsáætlunar 2019. Það þarf að gera viðeigandi lagfæringar á aðstöðunni til þess að hægt verði að opna aðgengi að náttúrugripasafninu að nýju. Mikilvægt er að ígrunda vel næstu skref. Munirnir og safnið sjálft hefur mikið menningarlegt og tilfinningalegt gildi.
Kostnaður sem til fellur vegna þessa rúmast innan fjárhagsáætlunar 2019 og er óverulegur miðað við þau miklu verðmæti sem hvorki eru aðgengileg né sómi sýndur eins og staðan er í dag, þar sem enginn munur Sæheima er til sýnis á hinu nýja Safni Sea Life.
Meirihluti bæjarstjórnar tekur undir ákvörun bæjarráðs.
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir
Íris Róbertsdóttir
Njáll Ragnarsson
Elís Jónsson


Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggjast hins vegar gegn því að verja eigi skattfé í að opna aftur náttúrugripasafnið í Vestmannaeyjum. Það lá fyrir þegar Sea Life fór í rekstur á fyrstu hæð Fiskiðjunnar og fjölmargir munir úr Náttúrugripasafninu við Heiðarveg voru fluttir þangað að loka ætti safninu við Heiðarveg. Þá safnmuni sem ekki yrðu fluttir í gestastofu Sea life væri vel hægt að færa í varanlega varðveislu á öðrum söfnum sveitarfélagsins þar sem þeir væru sýndir við sæmandi aðstæður. Safn Sea Life í Fiskiðjunni er glæsilegt, líkt og nýlegt safn Eldheima sem og nýuppgert safn Sagnheima. Það að opna að nýju náttúrugripasafnið sem þá verður fjórða stóra safnið í Vestmannaeyjum og að verja fjármunum til reksturs og endurbóta á húsnæði sem einungis er hugsað tímabundið verður að teljast óskynsamleg ráðstöfun á skattfé almennings.
Helga Kristín Kolbeins
Trausti Hjaltason
Hildur Sólveig Sigurðardóttir


Náttúrugripir í Sæheimum var samþykkt með fjórum atkvæðum H- og E- lista gegn þremur atkvæðum D-lista.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search