Námsefni sem ekki er bundið við hina hefðbundnu skólabók

– Snjólaug og Unnur Líf búa til fjölbreytt námsefni –

Snjólaug Árnadóttir og Unnur Líf Ingadóttir Imsland eru metnaðarfullir kennarar sem starfa við grunnskólann í Vestmannaeyjum. Þeim fannst vanta námsefni fyrir krakka sem ekki var bundið við hina hefðbundu kennslubók og úr varð verkefnið Út fyrir bókina.
Út fyrir bókina er síða á Facebook þar sem hægt er að finna fjölbreytt námsefni fyrir börn, „við setjum inn allskonar námsefni sem við búum til sjálfar, en planið er að opna heimasíðu sem fyrst og erum við að vinna í því,“ sögðu Snjólaug og Unnur Líf í samtali við Tígul.

Síðan er opin öllum
Aðspurðar um hver drifkrafturinn var að verkefninu var vegna þess að þeim fannst vanta námsefni. „Okkur fannst vanta námsefni sem er ekki bundið við hina hefðbundnu skólabók. Verkefnin okkar eru aðallega í formi spjalda og spila sem vekja áhuga nemenda.“
Inni á síðunni er hægt að finna námsefni sem hentar grunnskólanum, mest þó fyrir 3. – 6. bekk. „Síðan er öllum opin. Kennurum sem vilja nýta efnið í kennslu og foreldrum sem vilja þjálfa börnin sín heima. Síðan er líka kjörin fyrir fólk sem býr erlendis og vill viðhalda íslenskunni hjá börnum sínum,“ sögðu þær.

Mikill áhugi
Þær sögðu að viðtökurnar við verkefninu hafi verið mjög góðar, „meðlimir síðunnar eru orðnir 2230 og finnum við fyrir miklum áhuga.“
Smelltu hér til að kíkja á facebooksíðuna þeirra “Út fyrir bókina”.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search