Nágrannar lýsa yfir áhyggjum af fyrirhugaðri byggð

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja sl. Mánudag var lögð fram breytingatillaga deiliskipulags við Hvítingaveg. Þar er gert ráð fyrir fjórum íbúðarhúsum á tveimur hæðum norðan megin á Hvítingavegi. Þá er einnig bætt við lóð sunnan Alþýðuhúss, Skólavegur 21C.

Skýringarmynd sem sýna byggingarreit við Skólaveg 21c.

Fjórar umsagnir bárust við auglýsingunni frá nágrönnum tilkomandi byggðar. Allar eiga það sameiginlegt að hugnast ekki bygging húss að Skólavegi 21c. Húsið komi  til með að standa of nærri Alþýðuhúsinu og geti haft áhrif á starfsemi þess sem samkomuhús. Ráðið er hins vegar á því að það sé lóðaumsækjanda að meta hvort fyrirhugað hús við Skólaveg 21c sé of nálægt Alþýðuhúsi. Þá standi fleiri íbúðarhúsnæði standa nálægð Alþýðuhúsinu. Nýr byggingarreitur við Skólaveg 21c  stendur vissulega nálægt húsinu, en það er við bakhlið hússins en ekki skemmtanasal. Starfsemi Alþýðuhússins kemur ekki til með að verða skert vegna þessa.

Þá mótmæla bæði eigendur Alþýðuhúss sem og stjórnendur Safnahúss fyrirhugaðri aðkeyrslu að fyrirhugaðri byggð frá Skólavegi og eru á því að hún ætti fremur að vera frá Kirkjuvegi. Telja báðir aðilar að vegurinn hamli stækkunarmöguleika húsnæða sinna. Flestir skemmti og  aðkomustaðir í Vestmannaeyjum liggja við  umferðargötur. Ráðið bendir á að vegslóði frá Kirkjuvegi hefði mun meiri  sjónræn áhrif á umhverfi safnhús og ráðhúss og myndi loka  fyrir gönguleið um svæðið að Stakkagerðistúni. Umrædd aðkeyrsla sé vegslóði fyrir 5 íbúðarhús. Ekki sé því að telja að mikil umferð verði um hann. Vegslóðinn liggur nokkuð frá Alþýðuhúsinu. Þannig er pláss fyrir bílastæði og göngustíg við Alþýðuhúsið.

Breyting á deiliskipulagi: Hvítingavegur 7, 9, 11 og 13 og Skólavegur 21c.

Þrátt fyrir að mótmæla fyrirhugaðri byggingu að Skólavegi 21 fögnuðu íbúar að Hvítingavegi 5 þéttingu byggðar við götuna en lýstu þó yfir áhyggjum af að hæð og byggingarlag fyrstu teikninga verði ekki í samræmi við byggingarstíl eldri hús og að byggð falli að umhverfinu og stuðli að bættri götumynd við hlið 100 ára gamallar byggðar.

Ráðið samþykkti breytingartillögur deiliskipulagsins og vísaði til afgreiðslu bæjarstjórnar

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search