Laugardagur 28. janúar 2023

Næringarþjálfun fyrir Eyjafólk

Eyjamærinn Elísa Viðarsdóttir ætlar að bjóða Eyjamönnum upp á næringarþjónustu fyrir jól. Elísa er matvæla- og næringarfræðingur að mennt og hefur alla tíð haft áhuga á öllu því sem við kemur góðri heilsu og lífstíl.

„Næringarþjálfunin hjá mér snýst fyrst og fremst um það að hver og einn  sé að tryggja líkamanum það sem hann þarf til að starfa eftir bestu getu. Ég fer yfir matarvenjur og hegðun og kem með hugmyndir til þess að auka líkurnar á að hver og einn sé að næra sig í takt við sínar þarfir.

Viðtalið er 30-45 mínútur þar sem hver og einn fær einstaklingsmiðaðar ráðleggingar og fræðslu. 

Mig langar að bjóða Eyjamönnum upp á þjónustuna mína fyrir jól. Ég mun bjóða upp á þjónustuna dagana 21. og 22. desember og því takmarkað pláss í boði,“

segir Elísa að lokum. 

Hægt er að panta tíma í gegnum: 

https://www.heilheilsumidstod.is/naeringarfraedingar/ 

Nú þegar jólin nálgast þá er gott að hafa í huga nokkra þætti sem geta hjálpað til við betri líðan:

 1. Höldum í reglulegt máltíðarmynstur 
 2. Borðum næringaríka fæðu á milli jólaboða
 3. njótum þess að borða i góðum félagsskap
 4. drekkum nóg af vatni
 5. stundum hreyfingu alla daga (öll hreyfing er góð hreyfing)

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

 • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
 • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
 • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
 • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
 • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is