Nachos kjúklingaréttur
Hráefni:
4 kjúklingabringur
Mexico kryddblanda
Paprika
Laukur
Tómatar
Nachos flögur
200 gr Philadelphia létt rjómaostur
1 stk mexíkóostur
2 dl matreiðslurjómi
Rifinn ostur
Aðferð:
Kjúklingabringur skornar í bita, kryddaðar og steiktar á pönnu.
Matreiðslurjómi, rifinn mexíkóostur og rjómaostur sett í pott og brætt saman.
1/4 af nachos flögum settar í eldfast mót, helmingur af kjúklingnum fer yfir flögurnar og smá af ostablöndunni svo hellt yfir. Helmingurinn af grænmetinu er því næst dreift yfir, helmingnum af bræddu osta-blöndunni yfir grænmetið og svo helmingurinn af rifnum osti dreift yfir allt.
Þetta er endurtekið, þ.e snakk, kjúklingur, grænmeti, ostablanda og rifinn ostur.
Rétturinn settur inn í ofn á 180° í um 15 mínútur.
Gott er að bera réttinn fram með heimagerðu guacamole til dæmis, sýrðum rjóma, salsa sósu, auka nachos flögum og fersku káli.
Heimagert guacamole
Uppskrift:
3 avocado
1 límóna (lime) safinn
1/2 tsk sjávarsalt
1/2 tsk cayenne pipar
1/2 laukur, skorinn í litla bita
2 stórir tómatar eða 4 kirsuberja-tómatar, kjötið tekið úr og skorið í bita
1 msk hakkað kóríander
1 hvítlauksgeiri, hakkaður
Aðferð:
Settu avocado og límónusafann í stóra skál. Blandaðu vel. Síaðu ávöxtinn frá safanum og geymdu límónusafann. Stappaðu avocadoið ásamt saltinu og cayenne piparnum. Svo blandarðu lauknum saman við, tómötunum, kóríander og hvítlauk. Þá getur þú bætt límónusafanum aftur við. Best er að geyma maukið í stofuhita í klukkustund áður en það er borið fram.