05.09.2020
Það hefur varla farið framhjá neinum að Vestmannaeyjahlaupið er í dag og á hlaupið tíu ára afmæli í dag hvorki meira né minna.
Hlaupahaldarar hvetja alla sem tök hafa á að dreifa sér á hlaupaleiðina og mynda skemmtilega stemmingu. Það er fátt skemmtilegra en að vera að hlaupa og hafa frábært fólk á hliðarlínunni að hvetja sig áfram. Í ár eru nokkrir mjög öflugir hlauparar eins og Hlynur Andrésson, Kári Steinn Karlsson og Eva Skarpaas.
Þið sjáið hlaupaleiðina hér fyrir neðan, það verður spennandi að sjá hvort að brautarmet verður slegið.
Brautarmetið í karlaflokki 10km á hann Kári Seinn og er það 33:42 (2013) og í kvennaflokki er það hún Agnes Kristjánsdóttir og er það 41:15 (2016).
Brautarmetið í 5km eiga þau Kári Steinn Karlsson 19:40 (2019) og Aldís Arnardóttir 23:50 (2014)
Ræst er út kl 13:00 og fyrstu hlauparar verða komnir langleið á Tangagötu ( Vigtarhúsið ) um 10-15 mín seinna svo vertu mættur þar um kl 13 til að missa ekki af.
Hlökkum til að sjá ykkur öll.

