05.06.2020
Það var frábær mæting á myndlistarsýninguna hjá Rikka Zoega í dag en hún heitir “Heppnasti tengdapabbi í heimi og úteyjarnar”
Rúmlega sextíu manns komu og var mikið fjör, boðið var upp á veitingar frá Canton og auðvitað rautt, hvítt og bjór.
Allur ágóði sýningarinnar rennur til Krabbavarnar Vestmannaeyja
Endilega kíkið við í Grazíus króna á Skipasandi um helgina Rikki lofar miklu fjöri alla helgina.
Canton sá um matinn Heppnasti tengdapabbi í heimi Íris og Rikki Fyrrum bæjarlistamenn Vestmannaeyja tóku verkin út að sjálfsögðu og líkað vel við. Sigga Stína og Rikki Siggi og Sigga