Hvað áttu að gera ef þú sérð neyðarblys á lofti? Einfaldlega telja puttana milli sjóndeildarhringsins og blyssins. Með slíkum upplýsingum má með ákveðnum reiknireglum áætla fjarlægðina að blysinu. Landsbjörg birtir þessar mikilvægu upplýsingar á Facebook.
Látið brún hnefans nema við sjóndeildarhringinn með útrétta hendi og teljið fjölda putta eins og sést á myndinni. Hver putti er tvær gráður. Þetta geta allir lært.
Sjóndeildarhringur>útrétt hendi>fjöldi putta. Svo sjá einhverjir fagmenn um útreikninginn þegar upplýsingum hefur verið komið til Neyðarlínu.
