Á facebooksíðu Hilmars Snorrasonar skólastjóra Slysavarnaskóla sjómanna segir hann frá því að í dag hafi farið fram Norðurlandaljósmyndakeppni sjómanna en að þessu sinni hafi hún farið fram í Kaupmannahöfn.
Fimm myndir unnu til verðlauna en að þessu sinni fór fern verðlaun til sænskra sjómanna og ein til finnsk sjómanns.
Dómarar keppninnar veittu fjórum myndum heiðurssæti, án verðlauna, og voru tvær þeirra íslenskra sjómanna.
Kristján Birkisson háseti á Breka og Guðmundur St. Valdimarsson bátsmaður á Tý áttu þær myndir og óskar Sjómannablaðið Víkingur og Hilmar Snorrasón Slysavarnaskóla sjómanna þeim innilega til hamingju með glæsilegan árangur. Myndir þeirra má sjá hér að neðan.
Hinar tvær heiðursmyndirnar komu í hlut finna og dana. Brátt munu allar þessar myndir birtast á vef Sea Health & Welfare sem er danska velferðarstofnun sjómanna.
Efri myndin er Kristjáns en sú neðri Guðmundar.